Tryggingatjón
Þegar tjón eiga að bætast af tryggingafélagi þarf ákveðið ferli að fara fram.
Tjónstilkynning er send til tryggingafélags sem bæta á tjónið. Eigandi kemur til okkar með bifreið í tjónamat og er tjónaskoðun send til viðkomandi tryggingafélags. Það tekur u.þ.b. 2-3 daga að fá staðfestingu á tjóni.
ATH! Til þess að geta byrjað á viðgerð, verður að vera búið að skila inn tjónstilkynningu og tryggingafélag að samþykkja viðgerðaráætlun vegna viðgerðar.
Ábyrgðartjón
Tjónþoli á rétt á bílaleigbíl á meðan viðgerð stendur yfir.
Kaskótjón
Algengast er að tryggingataki eigi rétt á bílaleigubíll í 5 daga en getur þó verið misjafnt eftir tegund tryggingar sem og tryggingafélagi. Við bendum því tjónþola á að kynna sér rétt sinn hjá sínu tryggingafélagi.
Eign áhætta kaskótjóna
Ganga verður frá greiðslu vegna eigin áhættu áður en bifreið er sótt úr viðgerð. Algengast er að eigin áhætta sé greidd hjá viðgerðaraðila en einnig er hægt að ganga frá greiðslu hjá tryggingafélagi. Sé eigin áhætta greidd hjá tryggingafélagi þarf verkstæði að fá staðfestingu um það frá félaginu.